Færslur: 2006 September

10.09.2006 04:05

Ermasundið 2006

Ermasundið 2006 / Channel swimming 2006.

Já það er ekki auðvelt að synda yfir Ermasundið en það er ekki framkvæmt nema með sérstökum leyfum og ærnum tilkostnaði. Þetta fékk hann Benedikt Lafleur Sigurðsson að reyna nú á dögunum. Eftir þrotlausar æfingar og verulega erfit sund hér við strendur Reykjavíkur auk þess að hafa synt í fyrra fyrir alla firði á Vestfjörðum, þá gafst Benedikt ekki kostur á að þreyja sundið mikla yfir Ermsund að þessu sinni. Það kann að þykja einhverjum það kyndugt, en raunin er bara sú að engin fer án leiðsögu báts/manns og viðurkennds eftirlitsmanns, því þarf að gera ráðstafanir með margra mánaða fyrirvara og greiða háar upphæðir fyrirfram. En svo þegar á hólminn er komið ræðst það algjörlega á sjávarföllum og veðri hvenær sundið getur raunverulega átt sér stað. Það fékk Benedikt að reyna í þessari ferð, og varð frá að hverfa án þess að hafa fengið að takast á við áskorun náttúrauaflana, en var þó búin að sýna og sanna að hann væri þess megnugur, en þeir sem sækja um að fá að reyna þessa raun verða synda í amk 6 klukkustundir undir eftirliti, sem Benedikt gerði reyndar í 8 og hálfa stund. Eftir um fjögura vikna dvöl, æfingar og þrotlausa vinnu, þá er kom að stórustundinni fór að blása það mikið að vindhraði og ölduhæð voru ofmiklar. en þá voru góð ráð dýr því allir vorum við að renna út á tíma því við þurftum allir að sinna okkar skildum í vinnu hér heima og var því ekki annar kostur en að fresta sundinu í eitt ár. En nú eru menn reynslunni ríkari og verður vonandi gerð önnur atlaga að þessu afreki og er ég sannfærður um að þá takist ætlunarverkið.

Ermasundið var fyrst skráð 1875 er cpt. Matthew Webb synti yfir Ermasundið, en þess má geta að færri hafa lokið þessu afreki en þeir sem hafa klifið hæsta tind veraldar, Everesttindinn, einungis sex sundmenn hafa látið lífið á sundinu en ótalmargir hafa reynt og þurft að frá að hverfa bæði vegna þess að þeir hafa ekki haft úthald og þol til að ljúka sundinu og þeir sem hafa ekki komist að sökum veðurs og hafa jafnvel ekki komið aftur í aðra tilraun. Eftir viðtal við einn af fremri leiðsögumönnum þarna um slóðir, Michael Oram, þá er okkur vel ljóst hversu mikið afrek þetta er og verða menn ekki bara að vera í góðu líkamlegu ástandi heldur einnig mjög góðu andlegu ástandi því ef menn eru með einhverjar efasemdir um sjálfan sig þá er eins gott að vera ekkert að reyna við þetta sund yfir höfuð. 

Engu að síður áttum við þarna fræðandi stundir, ég og Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður, tókum mikið af myndum viðtöl og fleira, en Jón Karl er að gera heimildarkvikmynd um sjósund og var þessi kafli stór þáttur í henni. auk þess áttum við tækifæri til að líta yfir til Frakklands til að skoða aðstæður þar fyrir lendingu sundmannsins. Það er von mín að þeir sem lesa þennan pistil gefi þessu aðeins gaum, skoði myndirnar sem eru á þessari vefsíðu og hugsi jákvætt til framhaldsins og styrki þetta verkefni eftir föngum.

Kær kveðja Jón Svavarsson

  • 1
Verið velkomin inn á síðuna mína, allar myndir eru háðar höfundarétti, all pictures are copyrighted, njótið vel, kær kveðja Jón (C) MOTIV.