10.09.2006 04:05

Ermasundið 2006

Ermasundið 2006 / Channel swimming 2006.

Já það er ekki auðvelt að synda yfir Ermasundið en það er ekki framkvæmt nema með sérstökum leyfum og ærnum tilkostnaði. Þetta fékk hann Benedikt Lafleur Sigurðsson að reyna nú á dögunum. Eftir þrotlausar æfingar og verulega erfit sund hér við strendur Reykjavíkur auk þess að hafa synt í fyrra fyrir alla firði á Vestfjörðum, þá gafst Benedikt ekki kostur á að þreyja sundið mikla yfir Ermsund að þessu sinni. Það kann að þykja einhverjum það kyndugt, en raunin er bara sú að engin fer án leiðsögu báts/manns og viðurkennds eftirlitsmanns, því þarf að gera ráðstafanir með margra mánaða fyrirvara og greiða háar upphæðir fyrirfram. En svo þegar á hólminn er komið ræðst það algjörlega á sjávarföllum og veðri hvenær sundið getur raunverulega átt sér stað. Það fékk Benedikt að reyna í þessari ferð, og varð frá að hverfa án þess að hafa fengið að takast á við áskorun náttúrauaflana, en var þó búin að sýna og sanna að hann væri þess megnugur, en þeir sem sækja um að fá að reyna þessa raun verða synda í amk 6 klukkustundir undir eftirliti, sem Benedikt gerði reyndar í 8 og hálfa stund. Eftir um fjögura vikna dvöl, æfingar og þrotlausa vinnu, þá er kom að stórustundinni fór að blása það mikið að vindhraði og ölduhæð voru ofmiklar. en þá voru góð ráð dýr því allir vorum við að renna út á tíma því við þurftum allir að sinna okkar skildum í vinnu hér heima og var því ekki annar kostur en að fresta sundinu í eitt ár. En nú eru menn reynslunni ríkari og verður vonandi gerð önnur atlaga að þessu afreki og er ég sannfærður um að þá takist ætlunarverkið.

Ermasundið var fyrst skráð 1875 er cpt. Matthew Webb synti yfir Ermasundið, en þess má geta að færri hafa lokið þessu afreki en þeir sem hafa klifið hæsta tind veraldar, Everesttindinn, einungis sex sundmenn hafa látið lífið á sundinu en ótalmargir hafa reynt og þurft að frá að hverfa bæði vegna þess að þeir hafa ekki haft úthald og þol til að ljúka sundinu og þeir sem hafa ekki komist að sökum veðurs og hafa jafnvel ekki komið aftur í aðra tilraun. Eftir viðtal við einn af fremri leiðsögumönnum þarna um slóðir, Michael Oram, þá er okkur vel ljóst hversu mikið afrek þetta er og verða menn ekki bara að vera í góðu líkamlegu ástandi heldur einnig mjög góðu andlegu ástandi því ef menn eru með einhverjar efasemdir um sjálfan sig þá er eins gott að vera ekkert að reyna við þetta sund yfir höfuð. 

Engu að síður áttum við þarna fræðandi stundir, ég og Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður, tókum mikið af myndum viðtöl og fleira, en Jón Karl er að gera heimildarkvikmynd um sjósund og var þessi kafli stór þáttur í henni. auk þess áttum við tækifæri til að líta yfir til Frakklands til að skoða aðstæður þar fyrir lendingu sundmannsins. Það er von mín að þeir sem lesa þennan pistil gefi þessu aðeins gaum, skoði myndirnar sem eru á þessari vefsíðu og hugsi jákvætt til framhaldsins og styrki þetta verkefni eftir föngum.

Kær kveðja Jón Svavarsson

04.03.2006 00:06

Kvikmyndataka hreyfimyndir eða hreifðarmyndir?

Kvimyndun er mikil list og þegar maður horfir á íslenska dagskrárgerð í sjónvarpinu eins þennan vinsæla þátt Idol og Evróviionkeppni RÚV, þá skilur maður ekki hvað er að gerast í myndatökunni. Þeir virðast misskilja hvað kvikmyndataka gengur út á, maður getur orðið hreinlega sjóveikur við það að horfa á þessa dagsskrár því ferðin á myndavélunum og myndskurður í linsunum "Zoomið" er allt á fullu ekkert staldrað við að mynda það sem raunverulega er að gerast. Í gegnum tíðina hafa bestu kvikmyndagerðarmenn upphaflega verið ljósmyndarar því þeir reyna að fanga augnablikin eins og þau gerast en reyna ekki að koma hlutum á ferð með því að þeyta kvikmyndavélinni um allt. Kvikmyndun er fólgin í því að mynda hluti og fólk á hreyfingu og sýna sem best frá því sem er að gerast í stað þess að gera hlutina sem eru jafnvel kyrrstæðir eins og á hreifingu væru. Það er von mín að einhverjir sem eru tengdir þessum dagsskrár framleiðendum reyni að endurskoða þessi vinnubrögð, það er alltof mikið af fallegu fólki og skemmtilegu efni sem maður nýtur ekki að horfa á vegna þess að allt er á fullri ferð. Meira að segja Ameríkanar sem byrjaðir voru á að framleiða löggu hasamyndir þar sem myndavélin var sífelt á hreyfingu eins og myndatökumaðurinn væri alvarlega spastískur hafa horfið frá þessari vitleysu, nema einstakir "myndlistarmenn" nota þetta sem hreyfilist. Takið eftir þessu í þessum íslensku þáttum og látið álit ykkar í ljós.

Ykkar einlægi Jón

28.02.2006 22:34

Loksins, loksins aftur !

Jæja þá koma hér fáeinar línur, Matargamanið búið og allt fór vel. Það er kanski svolítið á skjön við fagmennskuna, að haldin hafi verið Kokkakeppni og amk einn þáttakenda hafi ekki einu sinni verið lærður kokkur. Mér finnst það þurfi að koma betur fram þegar slíkir menn taka þátt í svona keppni sem haldin er af FAGmönnum, að með í leiknum séu leikmenn, ekki ætla ég að finna að þessum ákveðna einstaklingi sem slíkum og tel hann hafa sett mikin svip á þessa hátíð "Food& Fun" sem lauk um helgina, en samt verð ég að segja það að þegar verið er að leggja upp í svona stórar ferðir og mikla hátíð þá verði fagmennskan að vera í fyrirrúmi, því með svona hátíðum er verið að leggja línurnar fyrir því sem í framtíðini eigi að byggja á. Þess vegna erum við, eða öllu heldur "Iceland Seafood", að halda úti lærðum kokk af hæstu gæðum til að kynna framleiðslu okkar í Ameríku, Hilmar B. Jónsson. Þess má einnig geta að Hilmar hefur verið einn af frumkvöðlum að mörgu því sem hæst ber í matargerðarlist í dag, hann var einn þeim sem stofnaði Klúbb Matreiðslumeistara, hann hóf útgáfu á eina matartímariti Íslendinga Gestgjafanum ásamt eiginkonu sinni Elínu, sem einnig gengdi um hríð ráðsmannsstöðu á Bessastöðum. Auk þess sem þau hjón stofnuðu fyrsta einkarekna matreiðsluskólan sem síðar hefur lagt grunnin að áhuga ýmisa leikmanna á eldamennsku. Þegar á heildina er litið þá held ég að þessi hátíð þetta árið hafi tekist betur en oftast áður, mikil gleði ríkti meðal þáttakenda og gesta, enda hróður íslenskra matvæla aukin og hafður til skýjana. Gleymum ekki þeim auðæfum sem við eigum í okkar hreinu náttúru hvort heldur er sjávarfang eða landbúnaðar afurðir. En talandi um landbúnað þá er annað hvort í ökla eða eyra, eitt sinn vorum við að drukna í offramleiðslu á mjólk, sligast undan smjörfjalli og lambakjötsskrokkum, sem ekki mátti selja á lægraverði því það varð að farga því á haugunum heldur en að leyfa fátækum Íslendingum að gæða sér á því. Nú er svo komið að flytja þarf inn Nautakjöt því ekki er framleitt nóg af því, lambakjötið er að verða uppselt og brátt verður farið að skammta mjólkina ef að líkum lætur. Þetta er nú ljóta myndi einhver segja, það verða ekki einu sinni til pungar til að súrsa, hvað gera menn þá. Hvalurinn löngu horfin og ekki lengur rengi á þorraborðum, hvað næst. Hjúkk segi ég nú bara, sem betur fer borða fáir Hákarl þannig að hann verður þá kanski til öðru hvoru amk á þorra. Ég held að við Íslendingar verðum að fara að líta okkur nær, og vernda landbúnaðinn og efla hann, hvernig sem við förum að því sennilega er umfram framleiðsla betri en skortur,  en þá þarf að vera útsjónarsamur og selja framleiðsluna. Við þessi lífrænt ræktaða þjóð eigum að vera stolt af okkar auðæfum, hreina vatni ofl mætti telja. Nú þegar alvarleg vá er úti fyrir ströndum okkar, Fuglaflensan, þá þurfum við að gæta enn meiri varúðar en áður án þess að ver með einhverja ofsahræðslu og flumbur. Styðjum íslenskt, veljum íslenskt og blöndum því hæfilega með erlendum vörum.

Ykkar einlægi Jón.

29.01.2006 17:24

Lífið gengur áfram!

Jæja þá enn og nú, enn er ég að bæta inn myndum smátt og smátt koma inn bæði nýjar og eldri atburðamyndir. Ég vona að þið virðið það við mig að hægt og bítandi kemur meir og meir inn á vefin og eftir því sem ég læri betur á hann breytist hann en í öllu falli ætla ég að hafa myndamöppurnar á forsíðu. Mér þætti einnig vænt um að fá fáeinar línur frá ykkur og álit á myndunum, eins ef þið hafið ábendingar um eitthvað skemmtilegt. Fram undan hjá mér er Bikarkeppni í dansi helgina 4. og 5. febrúar næst komandi, 1 1 2 dagurinn væntanlega 11. feb og helgina 4. og 5. mars er svo alþjóðleg hundasýning HRFÍ ´reiðhöllini í Víðidal. í lok mars er svo sýningin MATUR 2006 sem stendur yfir í nokkra daga og þá mun ég verða þar og birta heimildir frá því sem þar ber fyrir augum. Bless í bili. Ykkar Jón 

25.01.2006 23:53

Fyrsta BLOGGIÐ !!!

Jæja þá er síðan orðin loksins virk ég vona að gestir inn á síðuna hafi gaman af því að skoða myndirnar mínar og láti í ljós álit sitt á þeim. Í myndasafni mínu eru hundruð þúsundir mynda frá ýmsum atburðum, það er fátt eftir sem ég hef ekki komið nálægt að mynda, en samt eru það þó nokkrir viðburðir samt. Fólk spyr mig gjarnan hvort ég sé allsstaðar, en ég kemst þó ekki alveg yfir það en víða fer ég. Það má einnig senda mér upplýsingar um atburði sem að fyrir dyrum standa, því ég hef áhuga á því að eiga myndir frá ólíkum atburðum, en þó með þeim fyrirvara að ég sé ekki upptekin við annað á sama tíma. Verið ófeimin að láta í ykkur heyra, upplýsingar eru á forsíðunni um hvernig best er að ná í mig, en farsímin er alltaf opin 8930733.
  • 1
Verið velkomin inn á síðuna mína, allar myndir eru háðar höfundarétti, all pictures are copyrighted, njótið vel, kær kveðja Jón (C) MOTIV.