Færslur: 2006 Mars

04.03.2006 00:06

Kvikmyndataka hreyfimyndir eða hreifðarmyndir?

Kvimyndun er mikil list og þegar maður horfir á íslenska dagskrárgerð í sjónvarpinu eins þennan vinsæla þátt Idol og Evróviionkeppni RÚV, þá skilur maður ekki hvað er að gerast í myndatökunni. Þeir virðast misskilja hvað kvikmyndataka gengur út á, maður getur orðið hreinlega sjóveikur við það að horfa á þessa dagsskrár því ferðin á myndavélunum og myndskurður í linsunum "Zoomið" er allt á fullu ekkert staldrað við að mynda það sem raunverulega er að gerast. Í gegnum tíðina hafa bestu kvikmyndagerðarmenn upphaflega verið ljósmyndarar því þeir reyna að fanga augnablikin eins og þau gerast en reyna ekki að koma hlutum á ferð með því að þeyta kvikmyndavélinni um allt. Kvikmyndun er fólgin í því að mynda hluti og fólk á hreyfingu og sýna sem best frá því sem er að gerast í stað þess að gera hlutina sem eru jafnvel kyrrstæðir eins og á hreifingu væru. Það er von mín að einhverjir sem eru tengdir þessum dagsskrár framleiðendum reyni að endurskoða þessi vinnubrögð, það er alltof mikið af fallegu fólki og skemmtilegu efni sem maður nýtur ekki að horfa á vegna þess að allt er á fullri ferð. Meira að segja Ameríkanar sem byrjaðir voru á að framleiða löggu hasamyndir þar sem myndavélin var sífelt á hreyfingu eins og myndatökumaðurinn væri alvarlega spastískur hafa horfið frá þessari vitleysu, nema einstakir "myndlistarmenn" nota þetta sem hreyfilist. Takið eftir þessu í þessum íslensku þáttum og látið álit ykkar í ljós.

Ykkar einlægi Jón

  • 1
Verið velkomin inn á síðuna mína, allar myndir eru háðar höfundarétti, all pictures are copyrighted, njótið vel, kær kveðja Jón (C) MOTIV.