Fréttir og umræða

Var sala á Símanum til góðs eða ills?

Síminn var seldur með manni og mús, ef svo má komast að orði. Það er mín skoðun að sjálfsagt var að selja þann hluta símans sem snýr að smásölu það er að segja neytendum. En að selja allt grunnlínukerfið með er eins og að selja Alþingi með öllum þingmönnunum, en því miður er mannsal bannað á Íslandi, annars væri hægt að losa sig við þá sem eru þar til óþurftar ( þetta er nú samt sagt í gríni). En öllu gríni fylgir samt einhver alvara, ég tel það jafnast á við landráð að selja jafn verðmæta eign og Gullkálfinn Símann, sem almenningur að sjálf sögðu á, en var ekkert spurður. Einhverjir koma til með að græða samt á þessu en þjóðin tapar þegar til langtíma er litið. Sífelt berast fregnir af rekstrarbreytingum hjá Símanum, síðast áskorun til símans um að loka ekki starfstöð á Sauðárkróki, sjá frétt hér tekna af vef mbl.is

Innlent | mbl.is | 30.1.2006 | 16:55

Skora á Símann að loka ekki starfsstöð á Sauðárkróki

Á aðalfundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Skagafirði í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Símann að endurskoða ákvörðun sína um lokun starfsstöðvar á Sauðárkróki, fækkun starfa og skerðingu á þjónustustigi í Skagafirði.

Þá hvatti fundurinn sveitarstjórn Skagafjarðar til að taka upp viðræður við Símann um hvernig tryggja megi núverandi störf hjá Símanum í Skagafirði og efla þjónustu við almenning og fyrirtæki í héraðinu.

Þetta er aðeins ein af ráðstöfunum sem teknar hafa verið, það virðist vera að ef fyrirtæki á Íslandi öðlast nýja eigendur þá sé það eina leiðin þeirra til að reyna að hagnast á kaupunum, að reka sem flesta til að þurfa ekki að greiða þeim laun. Dæmi er um þekkt fyrirtæki sem búið var að ná níu tíu ára afmæli í rekstri sömu fjölskyldu, og hafði vaxið mjög hratt síðustu tvo áratugina sem það var í eigu þess. En var síðan selt stóru og voldugu fyrirtæki, sem fljótlega fór í þær aðgerðir að fækka afgreiðslustöðvum þess og þá um leið reyndum starfsmönnum í leiðinni. Því það er jú ódýrara að reka fyrirtæki með lægri launakostnað, með óreyndum ungum starfsmönnum. Uppskeran af slíkum ráðstöfunum er lægra þjónustustig sem með tíma fælir viðskiptavinina frá og samdrátturinn verður enn meiri. Enn skiptir þetta fyrirtæki um eigendur og ekki dregur úr ráðstöfunum, fleiri reyndir starfsmenn er REKNIR frá fyrirtækinu og enn lækkar þjónustustigið og jafnvel þjónustumöguleikarnir einnig, því fáir sem engir reyndir starfsmenn eru eftir og enn minkar fyritækið sem var rekið í slíkum blóma að til verðlauna var unnið. ég held að kaupendur fyritækja ættu að skoða endin í upphafi og gera sér grein fyrir hvað verið sé að kasta sér út í á endanum tapa allir einhverju ýmist vinnunni eða fyrirtækinu öllu.

Listin að aka bíl !

Já það getur reynt á þolrifin að aka í umferðinni á Íslandi. Sumir halda að enn sé við líði vinstri umferðarreglur og muna ekki eftir því að hægrireglan ver tekin í gildi þann 26. maí 1968. Jú þetta er alveg satt, en samt eru fleiri að aka á vinstri akrein en þeirri hægri og margir verða að bíta í það súra, að þurfa að stunda framúrakstur hægra megin, það er að segja á tvöföldum akbrautum. Verst er ástandið á Hringbrautini og Miklubraut á leið vestur, því gamlafólkið sem býr inn undir Ægissíðu og er að koma ofan af höfða, velur sér vinstri akrein strax í Ártúnsbrekku svo það sé tilbúið að beygja til vinstri niður Hofsvallagötuna þegar þangað er loks komið. En því miður er þetta vandamál ekki aðeins tengt við fólkið í Vesturbænum og þyrfti að taka til hendinni í þessum efnum og er það verkefni lögreglunar að hafa eftirlit og leiðbeina í þessum efnum jafnt á við það að stunda hraðamælingar.

Annað vandamál sem fylgir akstri á tvöföldum akbrautum er, að margir eru einnig að aka samhliða á sama hæga hraðanum. Það er að segja langt undir leyfilegum hámarkshraða svo erfit getur reynst að fá ökumenn á vinstri akrein til að víkja fyrir þeim sem hraðar vilja komast og gefa samt tilhlýðileg merki þar um. Þeir hafa algerlega gleymt því að í umferðarlögum segir að ef ökumaður gefur öðrum merki um að hann vilji fara framúr þá beri hinum að víkja fyrir honum með svo öruggum hætti að framúr akstur hins geti farið fram á öruggan máta. Enn má bæta við öðrum hóp ökumanna sem ekki gefa stefnumerki, stefnumerki ber að gefa tímanlega áður en stefnu er breytt hvort heldur er þegar skipt er um akrein á tvöföldum vegi eða sveigt er inn á aðrar götur eða vegi og þá ber að gefa merki það tímanlega að önnur umferð geti áttað sig á ætlun hins í tíma en ekki bara þegar verið er að beygja og allt að komast í óefni.

Með þessum fáeinu brotum af gangi mála í umferðinni vona ég að sem flestir taki þessum ábendingum vinsamlega og leggi sig fram um að brosa í umferðinni því þar eigum við að vinna saman en ekki að keppast um að vera fyrir hvert öðru.

Jón

Verið velkomin inn á síðuna mína, allar myndir eru háðar höfundarétti, all pictures are copyrighted, njótið vel, kær kveðja Jón (C) MOTIV.