25.01.2006 23:53

Fyrsta BLOGGIÐ !!!

Jæja þá er síðan orðin loksins virk ég vona að gestir inn á síðuna hafi gaman af því að skoða myndirnar mínar og láti í ljós álit sitt á þeim. Í myndasafni mínu eru hundruð þúsundir mynda frá ýmsum atburðum, það er fátt eftir sem ég hef ekki komið nálægt að mynda, en samt eru það þó nokkrir viðburðir samt. Fólk spyr mig gjarnan hvort ég sé allsstaðar, en ég kemst þó ekki alveg yfir það en víða fer ég. Það má einnig senda mér upplýsingar um atburði sem að fyrir dyrum standa, því ég hef áhuga á því að eiga myndir frá ólíkum atburðum, en þó með þeim fyrirvara að ég sé ekki upptekin við annað á sama tíma. Verið ófeimin að láta í ykkur heyra, upplýsingar eru á forsíðunni um hvernig best er að ná í mig, en farsímin er alltaf opin 8930733.
Verið velkomin inn á síðuna mína, allar myndir eru háðar höfundarétti, all pictures are copyrighted, njótið vel, kær kveðja Jón (C) MOTIV.